Verkefni - Love Language

EU Sokrates

This project has been funded with support from the European Commission.
229813-CP-1-2006-1 -AT-GRUNDTVIG-G1PP

This communication reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.

Project

Heildarmarkmið verkefnisins er að gera þeim ungu karlmönnum, sem eru sérstaklega ómóttækilegir fyrir námi í erlendum tungumálum, kleift að öðlast „dálæti á tungumálum" með því að auka áhuga á þeirra á erlendum málum og máltöku, sem og þátttöku þeirra fyrir lífstíð í þekkingarsamfélaginu.

Til þess að ná því markmiði verður einkum leitast við að:

  • Þróa aðferðafræði málþjálfunar og hugtök með því að beita námsefni sem endurspeglar vilja og áhugasvið markhópsins, t.d. dæmigerð áhugamál á borð við knattspyrnu, bíla, tónlist o.s.frv., til þess að ýta undir þátttöku og áhuga á námi í erlendum tungumálum og koma í veg fyrir brottfall.
  • Þróa námsefni og aðferðafræðitól sem taka mið af sérþörfum eftirfarandi markhópa: þeirra sem horfið hafa úr námi, ungra karla sem glíma við langtímaatvinnuleysi og félagslegra jaðarhópa.
  • Tryggja fjölbreytni, ekki síst hvað varðar menningarlegan og félagslegan bakgrunn nemendanna, til þess að vinna bug á gjám milli greina og/eða öðrum menningarlegum mismuni.
  • Nýta upplýsinga- og samskiptatækni sem hvatningu til frekara náms, ekki síst í erlendum tungumálum, þar sem nám í upplýsinga- og samskiptatækni þykir enn mun „svalara" en tungumálanám meðal ungra karla.
  • Kynna innihald verkefnisins og árangur með sýningu og útbreiðslu, meðal annars með evrópskum kynningarnámskeiðum í öllum aðildarríkjum ESB.