Velkomin - Love Language

EU Sokrates

This project has been funded with support from the European Commission.
229813-CP-1-2006-1 -AT-GRUNDTVIG-G1PP

This communication reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.

Love Language!

How to Attract Participation and Increase Motivation of Young Male Language Learners

Í öllum rannsóknum sem beinast að kynbundnum áhrifum í tungumálanámi fullorðinna er því haldið fram að misræmi sé á milli máltöku karla og kvenna og að yfirleitt stundi hærra hlutfall kvenna tungumálanám. Erlend mál eru næstalgengasta námssviðið þar sem konur eru í meirihluta á eftir heilbrigðisþjónustu og skyldum greinum, en hlutfallið á milli karla og kvenna í tungumálanámi er breytilegt.

Þar að auki er brottfall úr námi mikið algengara meðal karla en kvenna. Greining á ástæðum þess leiðir í ljós að karlmönnum þykja tungumálanámskeið ekki nægilega áhugaverð, jafnvel leiðinleg, og oft of mikið hugsuð út frá „kvennaviðfangsefnum". Almennt séð virðist karlar sjálfkrafa tengja tungumálanám við kvenhlutverk. Tungumálanám þykir ekki nægilega „svalt", ekki síst meðal ungra karla, og leiðir sá misskilningur til hindrana sem birtast á nokkrum sviðum: minni þátttöku í þjóðfélaginu, minni aðgangi að upplýsingum og minni möguleikum á evrópskum vinnumarkaði.

Heildarmarkmið verkefnisins er að gera þeim ungu karlmönnum, sem eru sérstaklega ómóttækilegir fyrir námi í erlendum tungumálum, kleift að öðlast „dálæti á tungumálum" með því að auka áhuga á þeirra á erlendum málum og máltöku, sem og þátttöku þeirra fyrir lífstíð í þekkingarsamfélaginu.