Í boði eru - Love Language

EU Sokrates

This project has been funded with support from the European Commission.
229813-CP-1-2006-1 -AT-GRUNDTVIG-G1PP

This communication reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.

Í boði eru

Áhugatungumál - Handbók kennarans

Þeir sem að verkefninu standa hafa fyrst og fremst samið þessa kennarahandbók til að sjá skipuleggjendum tungumálanámskeiða, svo og kennurum þeirra og leiðbeinendum, fyrir áhugaverðum kennsluaðferðum fyrir unga pilta og unga menn. Kennsluefnið endurspeglar áhugasvið karlmanna og veitir upplýsingar um undirliggjandi lögmál sem tengjast væntingum markhópsins. Handbókin tekur einnig á helstu atriðum símenntunar og tungumálakennsluaðferða fyrir þá sem bera ábyrgð á útfærslu og framkvæmd fullorðinsfræðslu, um það hvernig best sé að vekja áhuga þeirra sem fram til þessa hafa verið áhugalausir um tungumálanám, ýmissa hluta vegna.

• Hlaða niður: Handbók um áhugatungumál með sýnishorni af kennsluefninu í Verkfærakassanum
CeskyDanskDeutsch - EnglishEspañolFrançaisÍslenskaItaliano Latviski Norsk RomanaTürkce

Áhugatungumál - Verkfærakassi 

Verkfærakassinn „Áhugatungumál - Leiðir til að vekja áhuga ungra karlmanna á tungumálanámi og hvetja þá til þátttöku", sem ætlaður er til nota ásamt handbókinni, er ætlaður fyrir alla þá skóla sem sinna verknámsfræðslu fyrir fullorðna, svo og kennara viðkomandi skóla. Aðferðirnar byggja á ýmsum nýjungum á sviði kennslufræði eins og fram kemur í handbókinni og þær taka mið af sameiginlegum niðurstöðum sem byggja á reynslu og forkönnunum. Lögð er áhersla á að skapa jákvætt andrúmsloft í kennslunni sem miðar að því að stuðla að velgengni einstaklinganna og forðast brottfall. Skemmtilegar æfingar og viðfangsefni sem höfða til markhópsins ýta undir það að karlmenn tileinki sér námsefnið. Þetta samsafn námsefnis og kennsluaðferða, sem samsett er úr mörgum einingum, er unnt að nota á mörgum sviðum og í ólíku samhengi.

• Hlaða niður: Áhaldakassanum Áhugatungumál - óstytt útgáfa Eska

• Hlaða niður:  Love Language Concept for Demonstration Events - English - Français Íslenska

For further details on products please contact projekte@best.at

Love Language!

Media Player